Elvar Smári er tónlistarmaður og hönnuður. Hann fæst við tónlistarsköpun í tölvu og skapandi eftirvinnslu á upptökum. Elvar hefur gefið út tónlist hjá útgáfufélaginu Möller Records og hefur hlotið viðurkenningar frá Íslensku tónlistarverðlaununum og Félagi íslenskra teiknara.

Árið 2021 útskrifaðist Elvar með BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands, en hann hefur einnig stundað nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, tölvutónlist í Tónlistarskóla Kópavogs og tónlistarframleiðslu í Rytmisk Musikkonservatorium.